Innlent

Harma að geta ekki tekið að sér þjónustu við vinnuleitendur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ vísir/vilhelm
Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum yfir því að ríkisstjórnin hafi hafnað kröfu stéttarfélaga um að þau stéttarfélög, sem þess óska, geti tekið að sér þjónustu við atvinnuleitendur með tilliti til virkra vinnumiðlunar og virkra vinnurmarkaðsaðgerða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ASÍ.

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að tilraunaverkefni ASÍ og SA um vinnumiðlun og ráðgjöf hafi lokið nýverið. ASÍ lýsir yfir vonbrigðum yfir því að geta ekki haldið verkefninu áfram.

Því er hins vegar fagnað sem fram kom í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrir helgi að framlög til framhaldfræðslu og starfsmenntunar verði aukin um 200 milljónir á ári. Mun þetta gefa símennamiðstöðvum aukið tækifræi til þess að fjölga námstækifærum fyrir nemendur sem eru eldri en 25 ára.


Tengdar fréttir

Vöffluveisla hjá VR

Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×