Golf

Haraldur og Guðmundur komust í gegnum niðurskurðinn í Slóvakíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haraldur Franklín.
Haraldur Franklín. Vísir/Stefán
Haraldur Franklín Magnússon og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náðu ekki að fylgja eftir góðu gengi fyrstu tvo dagana á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu í dag.

Guðmundur Ágúst sem var í öðru sæti fyrir daginn lék á tveimur höggum yfir pari og féll niður í 29. sæti en í 23. sæti situr Haraldur Franklín eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag.

Guðmundur sem lék afbragðs golf á degi tvö lék fyrri níu holur dagsins á pari og var alls á tólf höggum undir pari. Hann virtist ætla að byrja seinni níu holurnar vel þegar hann krækti í fugl á tíundu brautinni en á næstu fjóru holum komu þrír skollar.

Guðmundi tókst að leika síðustu fjórar holurnar á pari en hann lauk leik á tíu höggum undir pari,átta höggum á eftir Gary Hurley sem leiðir eftir þrjá keppnishringi.

Haraldur Franklín lék frábært golf á fyrri níu holum dagsins en tókst ekki að fylgja því eftir á seinni níu holum vallarins. Haraldur hóf leik á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holum vallarins en missti síðan högg þegar hann fékk skolla á fjórðu brautinni.

Honum tókst að krækja í tvo fugla til viðbótar á fyrri níu holum vallarins en fylgdi því eftir með skolla á tíundu brautinni. Eftir það komu eintóm pör og lauk Haraldur leik á tveimur höggum undir pari en hann er alls á ellefu höggum undir pari.





Íslensku kylfingarnir í Slóvakíu.Mynd/GSÍmyndir.net
Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn í holukeppni úr Golfklúbbnum Keili lék á pari í dag en honum tókst ekki að vinna upp töpuð högg gærdagsins. Axel sem var í 20. sæti eftir fyrsta dag á fjórum höggum undir pari lék á þremur höggum yfir pari í gær og missti fyrir vikið af niðurskurðinum.

Axel fékk sex fugla á hringnum, tvo skolla og tvo skramba og var fimm höggum frá því að komast í gegn um niðurskurðinn. Félagi hans úr Golfklúbbnum Keili, Gísli Sveinbergsson, lék á tveimur höggum undir pari en hann nældi í örn á elleftu holu vallarins. Fékk hann einnig fimm fugla á hringnum ásamt því að fá einn skolla og tvo skramba.

Andra Björnssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst að laga skor sitt en hann fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum og lauk leik á einu höggi undir pari.

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lauk leik á tveimur höggum undir pari og alls fjórtán höggum undir pari.


Tengdar fréttir

Þurfa að halda einbeitingunni

Landsliðsþjálfarinn í golfi var ánægður með spilamennsku Haralds, Axels og Guðmundar á fyrsta degi Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi í Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×