Sport

Haraldur datt niður í sjöunda sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Holgersson.
Haraldur Holgersson. Vísir/Ernir
Haraldur Holgersson er í sjöunda sæti eftir annan daginn í keppni í unglingaflokki á heimsleikunum í Carson í Kaliforníu.  

Haraldur er sautján ára gamall og er að brjóta blað í íslenskri Crossfit sögu með því að verða fyrsti Íslendingurinn til að keppa í flokki ungmenna.

Haraldur Holgersson varð í fimmta sæti eftir fyrsta daginn en datt niður um tvö sæti eftir æfingarnar þrjár sem voru í dag.  

Haraldur endaði í sjöunda sæti í miklu þolhlaupi um völlinn sem var fyrsta grein dagsins en varð síðan í áttunda sæti í tveimur síðari greinum dagsins.

Haraldur er með 360 stig eftir fyrstu fimm greinarnar og er átta stigum á eftir næsta manni sem er Tommy Schadl. Haraldur hefur jafnframt fjórum stigum meira en James Green sem er í áttunda sætinu.

Nicholas Paladino virðist vera í sérflokki en hann er búinn að enda í fyrsta eða öðru sætin í öllum fimm greinunum og er kominn með 482 stig eða 122 stigum meira en okkar maður.

Nicholas Paladino hefur 18 stiga forskot á George Sterner sem hefur einnig sýnt mikinn stöðugleika og aldrei endað neðar en í þriðja sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×