Golf

Haraldur: Tvennt sem ég þoli ekki að heyra í íþróttum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu sem hann tók þátt í. Hann var súr og svekktur.

„Ég byrjaði fínt og kom mér í nokkur færi. Náði góðu pari á fjórðu og svo komu tvær holur þar sem ég átti tvö léleg högg sem kostuðu mig mikið,” sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson í lok hrings.

„Það er tvennt sem ég þoli ekki að heyra í íþróttum. Það er annars vegar að þetta féll ekki með mér og þetta fer í reynslubankann en ætli staðan sé ekki þannig.”

Hann segir að þrátt fyrir að þessar setningar séu ekki hans uppáhalds þá fari þetta líklega í reynslubankann.

„Jú, jú. Það er svaka pressa hérna og ég var með miklar væntingar. Það gekk ekki eftir. Ég fæ ekki endalaust af tækifærum. Ég er súr og svekktur eftir þetta en það er margt jákvætt.”

Viðtalið í heild sinni má sjá hér efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×