Innlent

Happdrætti Háskóla Íslands hættir að auglýsa á Pressunni

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.
Happdrætti Háskóla Íslands hefur látið fjarlægja auglýsingaborða sinn á fréttavefnum Pressan.is til þess að mótmæla myndbirtingu á meintu fórnarlambi kynferðisofbeldis. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu happdrættisins, ekki náðist þó í forstjórann, Bryndísi Hrafnkelsdóttur, vegna málsins.

Myndbirting Pressunnar vakti hörð viðbrögð í samfélaginu og úr varð að vefurinn fjarlægði myndina að beðni lögmanns stúlkunnar. Síðar var fréttin fjarlægð í heild sinni og baðst ritstjóri Pressunnar, Steingrímur Sævarr Ólafsson, afsökunar á myndbirtingunni.

Í kjölfarið hafa ýmsir aðilar þrýst á auglýsendur um að hætta að auglýsa á vefnum. Þannig spyr kona á Facebook-reikningi Happdrætti Háskóla Íslands í gær hvort þeir hyggist halda áfram að auglýsa á vefnum. Svarið barst í dag. Þar stendur orðrétt: „HHÍ hefur látið fjarlægja auglýsingaborða sinn á pressan.is.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×