Fótbolti

Hannes varði víti en fékk á sig tvö mörk í framlengingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Vilhelm
Hannes Þór Halldórsson og félagar í Sandnes Ulf eru úr leik í norsku bikarkeppninni í fótbolta eftir 3-2 tap á móti Arendal í 64 liða úrslitunum í dag.

Arendal skoraði tvö mörk í framlengingunni og tryggði sér þar með sæti í 32 liða úrslitunum. Arendal spilar í C-deildinni en Sandnes Ulf féll úr úrvalsdeildinni síðasta haust.

Hannes Þór varði vítaspyrnu í upphafi framlengingarinnar og skömmu síðar komst Sandnes Ulf 2-1 yfir en það var ekki nóg til að koma liðinu í næstu umferð.

Arendal svaraði nefnilega með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili og sigurmarkið kom úr skoti af 20 metra færi en það skoraði danski leikmaðurinn Jakob Rasmussen.

Arendal komst í 1-0 strax á 16. mínútu þegar bakvörðurinn Kenneth Sola sendi boltann í eigið mark en Kent Håvard Eriksen jafnaði metin á 61. mínútu og þannig lauk venjulegum leiktíma.

Íslendingaliðin Rosenborg, Lilleström og Aalesund komust öll áfram í 32 liða úrslit norsku bikarkeppninnar í fótbolta en Start og Vålerenga töpuðu hinsvegar óvænt fyrir neðri deildarliðum og eru því úr leik eins og Sandnes Ulf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×