Innlent

Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis hafa farið offari í rannsókn sinni á lekamálinu svokallaða og segir „ótrúlegt“ hvernig „ráðist er á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir eitthvað, sem ekkert er.“

Þetta skrifar prófessorinn í færslu á bloggisíðu sinni í dag.

„Þetta minnir mig um sumt á Geirfinnsmálið forðum, þegar rannsóknaraðilar létu um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað var af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki,“ segir Hannes og bætir við að þeir sem hafi þá trúað öllu illu upp á Ólaf Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, „skammist sín nú og geri lítið úr sínum hlut“.

„Hitt var verra um það mál, að það var ekki fár, sem leið hjá, eins og oft gerist, heldur voru þá kveðnir upp dómar yfir mönnum, sem eru afar hæpnir, svo að ekki sé meira sagt. Ísland verður að vera réttarríki. Sorpblöð mega ekki ráða ferð.“


Tengdar fréttir

Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina

„Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní.

Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV

Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra.

Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis

Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×