Lífið

Hannar Catfather boli fyrir Kattholt

Halldóra vonast til að sjá sem flesta á basarnum á laugardag.
Halldóra vonast til að sjá sem flesta á basarnum á laugardag. Fréttablaðið/Ernir
Árlegur jólabasar Kattholts verður haldinn laugardaginn 29. nóvember. Halldóra B. Ragnarsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands, segir að að venju verði margs konar vörur í boði.

„Það verða ýmsir fallegir munir, jólakort, kerti, skraut og svo auðvitað dagatalið okkar. Einn starfsmaður hjá okkur, hún Helga Guðmundsdóttir, er búin að vera einstaklega sniðug í ár og gera kerti með kisumyndum og hanna myndir sem hún lét prenta á boli,“ segir Halldóra, en til eru þrjár útgáfur af bolum. „Á einum þeirra stendur heimili án kattar er bara hús, ég styð Kattholt og svo er þriðji svartur með áletruninni The Catfather, sem er tilvísun í myndirnar um Godfather,“ segir Halldóra. Hún segir jólabasarinn vera með stærri söfnunum ársins og skipta miklu fyrir Kattholt og starfsemi þess. „Hjá okkur eru í kringum 40-50 kisur í einu sem þarf að hugsa um og gefa að borða,“ segir Halldóra og minnir á hversu mikilvægt það sé að láta merkja kisurnar sínar. Jólabasarinn verður á laugardaginn frá kl. 11-16 og eru allir velkomnir

Flottir bolir Hér má sjá bolina sem Helga hefur hannað fyrir Kattholt fréttablaðið/Ernir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×