MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 06:00

Mamma hćtti ađ horfa í annarri lotu

SPORT

Hann hélt margoft fram hjá henni og nú vill hún vita af hverju

 
Lífiđ
14:30 16. FEBRÚAR 2017
Skjáskot úr myndbandinu sem hefur vakiđ mikla athygli.
Skjáskot úr myndbandinu sem hefur vakiđ mikla athygli.

Að neðan má sjá myndband sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þar sést karlmaður játa fyrir fyrrverandi kærustu sinni að hann hafi haldið margoft fram hjá henni.

„Hvað gerðir þú?,“ spyr kærastan fyrrverandi.

„Ég gerði allt,“ svarar kærastinn fyrrverandi.

„Eins og hvað?,“ spyr kærastan fyrrverandi.

„Ég stundaði kynlíf með öðrum stelpum,“ svarar kærastinn fyrrverandi.

Myndbandið er frá The Scene og er birt á Twitter undir orðunum: Hann hélt fram hjá henni og nú vill hún vita af hverju.Á vef Mashable er konan sögð heita Kourtney Jorge sem spyr kærasta sinn ítrekað spurningarinnar: Hvers vegna?

Þau rifja upp hvernig þau hittust í fyrsta skiptið og hvernig sambandið þróaðist.

Kærastinn fyrrverandi rifjar upp hvernig sambandið breyttist og segir frá því hvernig kærastan fyrrverandi fór í gegnum síma hans og tölvu. „Já, ég treysti þér ekki,“ svarar kærastan. 

„Fyrst þú greipst til þessa ráðs, hvers vegna fórstu ekki frá mér?,“ spyr kærastinn fyrrverandi. 

„Ég veit það ekki, ég held að ég hafi bara verið vitlaus.“

Hún spyr hann hversu oft hann hélt fram hjá henni. Kærastinn fyrrverandi segist ekki vitað það, hann hafi ekki haldið tölu yfir öll skiptin.

Eftir að myndbandið var birt á Twitter hafa viðbrögð verið gífurleg og eru þau flest neikvæð í garð mannsins.

Mashable greinir frá því að notandi á Twitter sem virðist vera konan í myndbandinu hafi greint frá því að hún sé í hamingjusömu sambandi í dag með manni sem kemur vel fram við hana.


Á vef Mashable kemur fram að vonast sé til þess að þetta sé ekki einhverskonar sviðsett atriði í markaðslegum tilgangi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Hann hélt margoft fram hjá henni og nú vill hún vita af hverju
Fara efst