Enski boltinn

Hann er eins og blanda af Jay-Jay Okocha og Edgar Davids

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Özil og Iwobi fagna marki í sigrinum á Chelsea um síðustu helgi.
Özil og Iwobi fagna marki í sigrinum á Chelsea um síðustu helgi. vísir/getty
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, segir að samherji sinn, Alex Iwobi, sé eins konar blanda af Jay-Jay Okocha og Edgar Davids.

Iwobi hefur komið sterkur inn í lið Arsenal á tímabilinu og átt góða leiki. Þessi tvítugi Nígeríumaður hefur leikið sex leiki í vetur og lagt upp þrjú mörk.

„Hann minnir mig á frænda sinn, Jay-Jay Okocha. Ég elskaði að horfa á hann spila,“ sagði Özil um Iwobi.

„Hann er eins og blanda af honum og Edgar Davids. Hann er sterkur með boltann og í varnarleiknum en hann er líka góður upp við markið. Hann er alltaf að þroskast og verða betri leikmaður,“ bætti Özil við.

Bæði Özil og Iwobi voru í byrjunarliði Arsenal sem vann öruggan 2-0 sigur á Basel í Meistaradeild Evrópu í gær. Theo Walcott skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×