Innlent

Hangikjöt langvinsælasti aðalrétturinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vinsældir hangikjöts virðast aukast með aldrinum.
Vinsældir hangikjöts virðast aukast með aldrinum. mynd/vísir/mmr
71,4% ætla að borða hangikjöt á jóladag en MMR kannaði á dögunum hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt þann 25. desember.

Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. 9,4% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 4,2% sögðust ætla að borða kalkún, 3,8% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt og 11,1% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

Vinsældir hangikjöts virðast aukast með aldrinum. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðust 77,4% ætla að borða hamborgarhrygg sem aðalrétt á jóladag, borið saman við 64,9% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára).

Þeir sem styðja Framsóknarflokkinn eru líklegri en aðrir til að borða hangikjöt á jóladag en aðrir. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Framsóknarflokkinn sögðust 84,7% ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag, borið saman við 70% Pírata.

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 71,4% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 9,4% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 4,2% sögðust ætla að borða kalkún, 3,8% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt og 11,1% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

mynd/mmr



Fleiri fréttir

Sjá meira


×