Erlent

Handtökuskipun gefin út á hendur forseta Gvatemala

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Otto Pérez Molina, forseta landsins, er grunaður um svik og mútuþægni.
Otto Pérez Molina, forseta landsins, er grunaður um svik og mútuþægni. Vísir/AFP
Dómari í Gvatemala hefur gefið út  handtökuskipun  á hendur  Otto   Pérez   Molina , forseta landsins, vegna gruns um svik og  mútuþægni .

Málið hefur valdið miklum titringi í landinu en forsetakosningar eru á næsta leiti.

Handtökuskipunin var gefin út í kjölfarið af því að þing landsins aflétti friðhelgi forsetans. Varaforseti landsins hefur þegar verið settur í varðhald fyrir þátt sinn í málinu en bíður dóms.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×