Innlent

Handtökur og yfirheyrslur vegna ráns við Breiðholtsskóla

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan í Kópavogi er með málið til rannsóknar.
Lögreglan í Kópavogi er með málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið og yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rán sem átti sér stað við Breiðholtsskóla á þriðjudag í síðustu viku. Tveir einstaklingar veittust að þremur unglingum og höfðu á brott karrýgula 66° norður úlpu af einum unglinganna.

Unglingarnir þrír eru á aldrinum 15 til 16 ára en ræningjarnir sagðir á fullorðinsaldri. Samkvæmt atvikalýsingu frá lögreglu fannst drengnum sem var rændur úlpunni hann sjá glitta í hnífsblað hjá einum ræningjanna en lögreglan sagði þá lýsingu óljósa.

Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu og telst óupplýst.

Sjá einnig:Þremur unglingum ógnað í Breiðholti og úlpu rænt af einum þeirra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×