Innlent

Handtóku ökumann á flótta eftir árekstur í Reykjanesbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir lögreglubílar veittu manninum eftirför.
Tveir lögreglubílar veittu manninum eftirför. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum handtók ökumann á flótta eftir árekstur á bílastæði í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag.

Víkurfréttir greina frá þessu og segir aðdraganda málsins vera þann að menn hafi rifist fyrir utan afgreiðslu Landsbankans í Krossmóa í Reykjanesbæ sem endaði með því að annar mannanna settist undir stýri og bakkaði af fullu afli á kyrrstæða bifreið á bílastæðinu við bankann.

Að þessu loknu hafi komið fát á ökumanninn sem lagði á flótta og ók sem leið lá inn í Njarðvík. Lögreglu var gert viðvart og veittu tveir lögreglubílar honum eftirför og var maðurinn handtekinn nokkrum mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×