Innlent

Handtóku mann grunaðan um líkamsárás, hótanir og brot á vopnalögum

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögregla var kölluð til vegna málsins.
Lögregla var kölluð til vegna málsins. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ofurölvi karlmann sem grunaður er um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Lögreglu barst tilkynning um manninn um klukkan tíu í gærkvöldi en og var hann handtekinn í Kópavogi. Hann er grunaður um líkamsárás, hótanir, brot á vopnalögum ásamt öðrum brotum. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á fjórða tímanum í morgun var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll þar sem hann var í tökum dyravarðar. Maðurinn er sagður hafa verið að bera sig og var ekki viðræðu hæfur sökum ölvunar. Hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Annars stöðvaði lögreglan för tíu ökumanna í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn ökumaður var tekinn á 117 kílómetra hraða á Breiðholtsbraut við Stekkjabakka þar sem leyfilegur hámarkshraði eru 60 kílómetrar á klukkustund.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis auk fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþegi í bifreiðinni, ölvaður erlendur maður, hafði engin skilríki meðferðis og vildi aðspurður ekki gefa lögreglu persónuupplýsingar. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×