Erlent

Handtekinn vegna morðs á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Nuuk á Grænlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Nuuk á Grænlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Óskar Páll Friðriksson
Lögregla á Grænlandi hefur handtekið 54 ára karlmann vegna morðs á 27 ára manni í bænum Illoqqortoormiut á austurströnd Grænlands.

Í frétt Sermitsiaq segir að karlmaðurinn hafi fundist látinn í húsi í bænum á föstudagskvöldinu og eftir rannsókn var 54 ára karlmaður tekinn höndum.

Lögregla hefur kallað til sérfræðinga frá Danmörku og höfuðborginni Nuuk í tengslum við málið, en ekki liggur fyrir um ástæður morðsins.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru morð á Grænlandi nokkuð tíð. Þannig voru framin 19,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa árið 2009, en til samanburðar voru 0,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×