Innlent

Handtekinn vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Meintur ofbeldismaður fór að heiman áður en lögregla kom á staðinn, en fannst um klukkustund síðar.
Meintur ofbeldismaður fór að heiman áður en lögregla kom á staðinn, en fannst um klukkustund síðar. Vísir/Pjetur
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á fjórða tímanum í nótt vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi. Ofbeldismaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, fór að heiman áður en lögregla kom á staðinn en fannst um klukkustund síðar.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Kópavogi upp úr miðnætti í nótt. Lögregla stöðvaði ökumanninn eftir að hann hafði ekið alltof hratt og tvisvar utan í vegrið.

Hann brást hinn versti við og neitaði allri samvinnu við lögreglu, sem varð loks að beita hann valdi til að taka úr honum blóðsýni. Ökumaðurinn var látinn laus þegar hann var orðin rólegri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×