Innlent

Handtekinn með haglabyssu á Þórshöfn

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Húsavík handtók í morgun mann á Þórshöfn sem vopnaður var haglabyssu. Hann er nú vistaður í fangageymslu en ekki liggur fyrir í hvernig ástandi hann er.

Í frétt DV, sem fyrst greindi frá, er maðurinn sagður hafa haft uppi ógnandi tilburði við bæjarbúa. Í samtali við Vísi getur fulltrúi lögregluembættisins á Húsavík ekki greint frá nákvæmri atburðarás að svo stöddu. Hann segir þó að lögregluþjónar hafi náð byssunni áður en maðurinn var handtekinn, en svo virðist sem hann hafi lagt hana frá sér eða skilið hana eftir.

Maðurinn var handtekinn um ellefuleytið. Kalla þurfti til sérsveitarmenn frá Akureyri auk lögregluþjóna frá Húsavík, en aðeins einn lögregluþjónn starfar á Þórshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×