M┴NUDAGUR 27. MARS NŢJAST 21:45

Ellenberg best Ý seinni hlutanum

SPORT

Handtekin me­ kÝlˇ af kˇkaÝni ß lei­inni til ═slands

 
Innlent
21:27 12. FEBR┌AR 2016
Golfsettin fj÷gur Ý Leifsst÷­ ß­ur en konurnar fjˇrar hÚldu Ý Švintřrafer­ til Cancun.
Golfsettin fj÷gur Ý Leifsst÷­ ß­ur en konurnar fjˇrar hÚldu Ý Švintřrafer­ til Cancun.

Rúmlega fertug íslensk kona sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í Toronto í Kanada frá 18. desember mun næst koma fyrir dómara þann 19. febrúar. Þetta staðfestir Louise Savard, fjölmiðlafulltrúi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við Vísi. Hún er ákærð fyrir innflutning á ólöglegum fíkniefnum til Kanada en 974 grömm af kókaíni fundust í fórum hennar.

Vísir greindi frá málinu í morgun sem er hið undarlegasta. Konan plataði þrjár vinkonur sínar í ókeypis ferðalag til Cancun í Mexíkó í nóvember en flest bendir til þess að þær hafi, ómeðvitað, átt að gegna hlutverki burðardýra. Fengu þær óvænt golfsett í hendurnar í Leifsstöð fyrir brottför en engin þeirra spilar golf.


Lei­ kvennanna lß frß ReykjavÝk til Toronto og ■a­an til Cancun Ý MexÝkˇ. ŮŠr fluttu ■ˇ a­eins golfsett til MexÝkˇ en fl˙­u ■a­an logandi hrŠddar.
Lei­ kvennanna lß frß ReykjavÝk til Toronto og ■a­an til Cancun Ý MexÝkˇ. ŮŠr fluttu ■ˇ a­eins golfsett til MexÝkˇ en fl˙­u ■a­an logandi hrŠddar. V═SIR

Hittu mann með sex ára fíkniefnadóm á bakinu
Í Mexíkó kveiktu vinkonurnar á perunni að ekki væri allt með felldu. Hittu þær meðal annars fyrir íslenska mann, búsettan í Mexíkó, sem sýndi golfsettunum áhuga. Sá hefur hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir brot á fíkniefnalögum. Konurnar héldu óttaslegnar heim til Íslands fyrr en áætlað var.

Nokkrum vikum síðar fékk konan ábendingu um að póstsending til hennar til Íslands, golfsett, hefði verið stöðvuð í Kanada. Hélt hún til Kanada til að veita sækja golfsettið. Eftir að hafa sótt golfsettið og á leiðinni í flug aftur til Íslands var hún handtekin.

Lagt var hald á aðra póstsendingu í hennar nafni en aftur var um golfsett að ræða. Alls fundust 974 grömm í golfkylfunum.


FrÝ skemmtireisa til Cancun breyttist Ý martra­arkennda skelfingu, ■egar konurnar voru or­nar sannfŠr­ar um a­ nota Štti ■Šr sem bur­ardřr.
FrÝ skemmtireisa til Cancun breyttist Ý martra­arkennda skelfingu, ■egar konurnar voru or­nar sannfŠr­ar um a­ nota Štti ■Šr sem bur­ardřr. V═SIR

Langt varðhald framundan
Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi í 55 daga og kemur næst fyrir dómara á föstudaginn í næstu viku.

Málið var í fyrstu unnið í samvinnu lögreglunnar í Kanada og Íslandi. Kanadíska lögreglan fer nú með rannsókn málsins.

Reikna má með því að meðferð málsins ytra geti tekið fleiri vikur áður en dómur fellur í málinu.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / Handtekin me­ kÝlˇ af kˇkaÝni ß lei­inni til ═slands
Fara efst