Formúla 1

Hamilton stefnir á sjö ár í viðbót

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton er hvergi nærri hættur í Formúlu 1.
Lewis Hamilton er hvergi nærri hættur í Formúlu 1. Vísir/Getty
Lewis Hamilton segist vilja vera sjö ár í viðbót í Formúlu 1. Ef honum tekst ætlan sín þá er ferill hans í Formúlu 1 hálfnaður.

Breski ökumaðurinn hóf ferill sinn 2007 og endaði fyrsta tímabilið einu stigi frá heimsmeistaratitli ökumanna. Hann varð svo heimsmeistari 2008 og aftur í ár.

„Mér finnst ég eiga sjö ár í viðbót í Formúlu 1,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi eftir að hann var valinn íþróttamaður ársins af BBC.

„Það er markmiðið, ég náði fyrsta titlinum 2008 og núna seinni titlinum, ég set markið mjög hátt. Ég þarf bara að halda áfram að berjast,“ bætti Hamilton við að lokum.

Eftir sjö ár verður Hamilton 36 ára, ári eldri en elsti maðurinn sem nú ekur í Formúlu 1, Kimi Raikkonen sem mun aka með hinum 27 ára Sebastian Vettel hjá Ferrari á næsta ári.


Tengdar fréttir

Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015

Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár.

Hamilton: Besti dagur lífs míns

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2014. Hann náði titlinum í annað sinn eftir að hafa orðið heimsmeistari árið 2008. Hann lýsti deginum í dag sem besta degi lífs síns.

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna

Lewis Hamilton vann í Abú Dabí og tryggði sér þar með heimsmeistaratitil ökumanna í annað sinn. Felipe Massa á Williams varð annar og lisðfélagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×