Formúla 1

Hamilton og Rosberg ræða málin

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton og Rosberg eftir keppnina í Bahrain
Hamilton og Rosberg eftir keppnina í Bahrain Vísir/Getty
Nico Rosberg segir að hann og liðsfélagi hans hjá Mercedes muni setjast niður með liðiðnu fyrir kínverska kappaksturinn. Markmiðið er að hreinsa loftið eftir afar spennuþrungna keppni á milli þeirra í Bahrain.

Í Bahrain fengu þeir Rosberg og Lewis Hamilton að keppa óhindrað við hvorn annan. Rosberg kvartaði einu sinni í talstöðinni yfir að Hamilton hafi gengið of langt. Eftir keppnina játaði Rosberg þó að á heildina litið hafi baráttan verið sanngjörn.

„Eina tilvikið sem mér fannst of langt gengið var það sem ég nefndi í talstöðinni,“ sagði Rosberg.

Rosberg staðfesti að málin yrðu rædd og rannsökuð til að línurnar væri skýrar ef aðstæðurnar endurtaka sig.

„Það er fullkomlega eðlilegt fyrir lið, þar sem aðstæður eða keppnir koma upp þar sem mikið gengur á og baráttan er mikil, að setjast niður og ræða málin,“ sagði Rosberg.

Kínverski kappaksturinn fer fram um helgina. Tímatakan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 5:50 á laugardagsmorgun. Keppnin er svo á dagskrá klukkan 6:30 á sunnudagsmorgun.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton vann í Bahrain

Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji.

Mercedes-menn fljótastir í Barein

Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari.

Nico Rosberg á ráspól

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×