Formúla 1

Hamilton hélt upp á risasamninginn með sigri í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lewis Hamilton ætti að hafa það ágætt þessa dagana
Lewis Hamilton ætti að hafa það ágætt þessa dagana vísir/getty
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kappakstri helgarinnar í Formúlu 1 en keppnisstaður helgarinnar var hin sögufræga Hockenheim braut í Þýskalandi.

Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes, kom annar í mark og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. Sebastian Vettel fer hins vegar svekktur á koddann í kvöld eftir að hafa keyrt út úr brautinni á sínum heimavelli í Þýskalandi.

Úrslit helgarinnar þýða að Hamilton er aftur kominn í forystu en hann og Vettel hafa verið í algjörum sérflokki á þessu tímabili og eru í harðri keppni um heimsmeistarartitilinn.

Góður endir á góðri viku hjá Hamilton en fyrr í vikunni undirritaði hann nýjan samning við Mercedes sem færir honum eina 11 milljarða.


Tengdar fréttir

Upphitun: Nær Vettel að verja heimavöllinn?

Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×