Formúla 1

Hamilton fagnaði með Justin Bieber | Sjáðu þáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir allt það helsta úr viðburðaríkri keppni í Mónakó. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir kostnaðarsamt klúður Red Bull liðsins.

Hamilton fagnaði innilega enda fyrsta keppnin sem heimsmeistarinn vinnur síðan í Austin í Texas á síðasta ári. En þar tryggði hann sér einmitt heimsmeistaratitilinn.

Hamilton fagnaði með Justin Bieber og gaf honum sopa af kampavíninu sínu.

Daniel Ricciardo var ekki í skapi til að fagna en klúður Red Bull liðsins kostaði hann allt að því unna keppni. Dekkin sem vantaði í þjónustuhléi Ástralans voru aftast í bílskúrnum og það tók því töluverðan tíma að finna þau til.


Tengdar fréttir

Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta

Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Marko: Þetta voru mannleg mistök

Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×