FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Hamilton: Viđ eigum ađ lágmarki eitt ár eftir á toppnum

 
Formúla 1
23:30 10. JANÚAR 2016
Mercedes liđiđ var nánast ósnertanlegt áriđ 2015. Hamilton er viss um ađ ţađ haldi toppsćtinu á komandi tímabili.
Mercedes liđiđ var nánast ósnertanlegt áriđ 2015. Hamilton er viss um ađ ţađ haldi toppsćtinu á komandi tímabili. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Heimsmeistari ökumanna, Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins telur að liðið eigi að lágmarki eitt ár eftir á toppnum í Formúlu 1.

Hamilton er þrefaldur heimsmeistari ökumanna, hann hefur unnið titilinn tvisvar með Mercedes árin 2014 og 2015.

„Það er að lágmarki eitt ár eftir á toppnum. Auðvitað er ennþá smá óvissa um stöðuna í ár. Bíllinn gæti breyst, hann gæti farið niður á við. Við erum þó með afar sterkan grunn til að byggja á í liðinu að það er ekki að fara að gerast,“ sagði Hamilton.

Hann sagðist vera þess fullviss að bíllinn myndi ekki gera eitthvað annað en taka framförum í vetur.

Mercedes liðið vann 16 keppnir á tímabilinu 2015 af 19 mögulegum. Sebastian Vettel á Ferrari vann hinar þrjár sem upp á vantaði hjá heimsmeisturum bílasmiða.

Heimsmeistarinn telur að hann eigi enn betri frammistöðu inni á þessu ári en því síðasta.

„Ég held að maður geti aldrei verið í topp formi alltaf. Maður tekur dýfur. Ég var í topp formi stóran hluta síðasta timabils en átti þrjár slakari keppnir undir lokin,“ hélt heimsmeistarinn áfram.

„Á meðan ég er ekki 100 prósent þá eru góðu fréttirnar þær að ég get bætt mig. Ég held að maður þroskist á hverju ári, ekki bara sem manneskja heldur sem íþróttamaður,“ bætti Hamilton við.

Hamilton kveðst enn vera ungur og eiga helling inni, hann segir að 2016 gæti verið árið sem hann bætir upp fyrir líkamlega og andlega veikleika sína.

„Ég er ennþá að klifra upp á við ég á meira inni,“ sagði Hamilton að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Hamilton: Viđ eigum ađ lágmarki eitt ár eftir á toppnum
Fara efst