Formúla 1

Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír hröðustu menn dagsins.
Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty
Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann.

„Þetta var ekki einfaldasta tímatakan sem ég hef átt. Bíllinn skoppaði út fyrir brautina, þess vegna var tímanum mínum eytt. Ég held samt að ég hafi ekki grætt neinn tíma á þessu. Við Nico [Rosberg] erum góðir fyrir keppnina. Það er allt á hreinu okkar á milli,“ sagði Hamilton eftir tíamtökuna.

„Það er allt á hreinu hjá okkur fyrir keppnina á morgun. Bíllinn er ótrúlegur. Það er eins og hann sé á teinum í hröðu beygjunum. Okkur kappakstursmönnum finnst þær beygjur skemmtilegastar,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna.

„Það gekk vel í dag ég naut tímatökunnar og við vorum mjög sterkir miðað við aðra keppinauta okkar. Þeir hérna [Mercedes] voru aðeins of fljótir í dag,“ sagði Max Verstappen sem varð þriðji í tímatökunni fyrir Red Bull.

„Það er leiðinlegt að tapa, sama hvað. Við vorum nokkuð góðir í hröðum beygjum en við áttum að geta betur. Vindurinn var að stríða okkur aðeins í dag. Markmiðið er að komast á verðlaunapall á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull

„Við vissum að við værum í góðu formi hér eftir æingarnar. Við erum gríðarlega ánægð með að ná annarri ráslínunni fyrir okkar bíla. Max negldi þetta. Vonandi getum við unnið nokkur stig upp á Ferrari liðið. Það munar núna 24 stigum á liðunum,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.

„Þetta var betra en við bjuggumst við eftir æfingarnar. Við áttum í vanda í morgun en þessi gírkassavandræði eru ný. Við höfum ekki verið að glíma við þau áður,“ sagði Sebastian Vettel sem verður 11. á ráslínunni eftir að fimm sæta refsing hefur verið beitt.

„Ég hefði ekki trúað þessu í gær ef einhver hefði sagt mér að ég yrði sjöundi á ráslínu. Ég er að safna reynslu og bíllinn er að verða betri,“ sagði Carlos Sainz sem ræsir sjöundi á morgun á Toro Rosso bílnum.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli

Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×