Formúla 1

Hamilton: Það er aldrei lognmolla í keppninni hér

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þeir sem tóku á móti verðlaunum í dag.
Þeir sem tóku á móti verðlaunum í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton vann sína fjórðu keppni á Silverstone í dag og sína þriðju í röð. Hver sagði hvað eftir keppnina?

„Ég er ánægður að góða veðrið sem England hefur uppá að bjóða kom. Það er aldrei lognmolla í keppninni hér þetta var gaman og aðdáendur hér gera þetta að bestu keppninni á tímabilinu,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.

„Ég verð að sætta mig við annað sætið í dag. Ég átti spennandi baráttu við Max [Verstappen] eftir að hann komst fram úr mér,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum.

„Þetta var gaman, keppnin var afar skemmtileg. Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki þjónustuhlé á réttum tíma, var aðeins of seinn og það kostaði mig hugsanlega sæti en ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Max Verstappen á verðlaunapallinum.

„Ég held að leiðbeiningarnar til Nico hafi verið inna reglnanna,“ sagði Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins.

„Dómararnir verða að ákveða þetta. Við vildum ekki missa af mögulegu tækifæri til að græða á refsingu sem Rosberg gæti fengið. Við vildum þess vegna halda Max úti. Seinni helmingur tímabilsins ætti að henta okkur betur,“ sagði Christian Horner liðsstjóri Red Bull.

„Keppnin var frábær eftir að öryggisbíllinn kom inn. Lewis ók frábærlega, hann stjórnaði bílnum vel í erfiðum aðstæðum og stjórnaði keppninni þar eftir. Red Bull er okkar helsti keppinautur eins og er,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.

„Þetta var leiðinlegt. Ég get ekki sagt að keppnin hafi verið skemmtileg. Ég var einn á ferli ansi lengi og ég var óheppinn stafræna öryggisbílinn. Mér dauðleiddist í keppninni,“ sagði Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð fjórði.

„Ég held að ég hafi tapað öllu sem ég græddi á að koma inn þegar ég snérist. Ég tel að refsingin fyrir að loka á Felipe [Massa] hafi verið harkalegt. Ég var bara griplaus. Við vorum einfaldlega ekki nógu fljótir í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð níundi á Ferrari bílnum í dag.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli

Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull.

Lewis Hamilton vann á heimavelli

Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg tapaði öðru sætinu til Verstappen. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×