Handbolti

Hamburg fékk keppnisleyfi þrátt fyrir allt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Hamburg mun spila í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð en félagið fékk keppnisleyfi í gær.

Félaginu hafði áður verið hafnað um keppnisleyfi vegna mikilla fjárhagsvanda en forráðamenn liðsins fóru með málið fyrir dómstól þýska handknattleikssambandið sem úrskurðaði í gær að félagið fengi keppnisleyfi sem væri þó háð ákveðnum skilyrðum.

Forráðamenn Hamburg hafa þó aðeins frest til 1. júlí til að laga rekstur félagsins að stóru leyti og útvega þá fjármuni til að félagið geti staðið við sínar fjárhagslegu skuldbindingar og haldið áfram daglegum rekstri þess.

Hamburg þarf einnig að mæta öðrum langtímaskuldbindingum til að halda keppnisleyfinu.

„Við þurftum að leggja mikla vinnu á okkur til að ná þessum áfanga og við þurfum að halda þeirri vinnu áfram,“ sagði Holger Liekefett, framkvæmdarstjóri félagsins, við fjölmiðla í Þýskalandi í gær.

Fjárhagsvandræði Hamburg hófust þegar forseti félagsins, Andreas Rudolph, steig frá borði fyrr í vetur vegna óánægju með þann litla stuðning sem borgaryfirvöld sýndu félaginu. Hann kom hins vegar óvænt aftur til starfa þann 8. maí en útilokaði þó að veita félaginu frekari fjárhagsaðstoð.

Rudolph hefur undanfarinn áratug greitt 25 milljónir evra, rúma 2,8 milljarða króna, inn í félagið úr eigin vasa.


Tengdar fréttir

Hamburg er á leið á hausinn

Handboltaveldið Hamburg er hrunið og svo gæti farið að Meistarardeildarmeistararnir séu á leið í gjaldþrot og úr þýsku úrvalsdeildinni.

Hamburg fær ekki keppnisleyfi

Þýska handknattleikssambandið staðfesti í dag að stórlið Hamburg myndi ekki fá keppnisleyfi í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Hamburg fékk ekki keppnisleyfi

Evrópumeistarar Hamburg eru að öllum líkindum á leið í kjallarann í þýska handboltanum en félagið fékk ekki keppnisleyfi í efstu deild fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×