Fótbolti

Hamburg bjargaði sæti sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Hamburg fagna sigrinum í kvöld.
Leikmenn Hamburg fagna sigrinum í kvöld. Vísir/Getty
Hamburg náði að bjarga sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni með naumindum eftir sigur á Karlsruhe í framlengdum leik í kvöld, 2-1.

Þetta var síðari viðureign liðanna í umspili þeirra um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Reinhold Yabo kom Karlsruhe yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Marcelo Diaz tryggði Hamburg framlengingu með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Nicolai Muller var svo hetja Hamburg er hann skoraði markið sem tryggði áframhaldandi veru liðsins í efstu deild með marki á 115. mínútu.

Hamburg hefur átt í miklu basli undanfarin ár en liðið er það eina í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar sem hefur aldrei fallið úr deildinni. Það breyttist ekki í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×