Innlent

Hámarkshraði lækkaður á Ísafirði

Jakob Bjarnar skrifar
Menn „flúga“ ekki undir radar þó þeir fari hægt um.
Menn „flúga“ ekki undir radar þó þeir fari hægt um.
Leyfður hámarkshraði á flestum götum þéttbýlis í Ísafjarðarbæ hefur verið 35 kílómetrar á klukkustund en samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum, að fenginni tillögu Ísafjarðarbæjar, verður leyfður hámarkshraði 30 km í stað 35 km.

Bæjarins besta greinir frá þessu en starfsmenn Ísafjarðarbæjar munu næstu daga skipta um umferðarskilti sem gefa til kynna breyttan hámarkshraða. Samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóraembættisins eru svokölluð vikmörk 3 km til og þannig mega ökumenn sem aka yfir 33 km hraða, þar sem hámarkshraði er 30 km, búast við sektum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×