Innlent

Hálslón á yfirfall þvert á spár

Svavar Hávarðsson skrifar
Fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu myndast þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall. Fossinn getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss, vatnsmesti foss Evrópu.
Fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu myndast þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall. Fossinn getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss, vatnsmesti foss Evrópu. Mynd/Landsvirkjun
Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, er fullt og komið á yfirfall. Þetta er með nokkrum ólíkindum þar sem horfur á fyllingu miðlunarlóna Landsvirkjunar voru slæmar fyrri hluta septembermánaðar. Svo slæmar að Landsvirkjun tilkynnti stórnotendum sínum að takmarkanir á orkuafhendingu væru nær óumflýjanlegar strax 1. október.

Óvenju hlýtt veðurfar í septembermánuði orsakaði hins vegar aukna jökulbráðnun og þar með aukið innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar. Þarf svo ekki að fara mörgum orðum um vætutíð síðustu vikna.

Staða annarra miðlunarlóna Landsvirkjunar hefur jafnframt batnað mjög á sama tíma. Nú vantar um 65 sentímetra á að Þórisvatn fyllist en í Blöndulón vantar enn um 1,5 metra á fyllingu þess og því nokkuð í að Blöndulón fari á yfirfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×