Innlent

Hallgrímur og Eggert Skúla komnir í hár saman

Jakob Bjarnar skrifar
Engir sérstakir klærleikar eru á milli rithöfundarins og ritstjórans, sem bregður fyrir sig íróníu vegna harðskeyttrar greinar þess fyrrnefnda.
Engir sérstakir klærleikar eru á milli rithöfundarins og ritstjórans, sem bregður fyrir sig íróníu vegna harðskeyttrar greinar þess fyrrnefnda.
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, bregður fyrir sig háðinu á Facebooksíðu sinni þar sem hann vænir Hallgrím Helgason rithöfund um að vera heiftúðugur og reiður. Hann skorar á vini sína að læka orð sín, þá þeir sem vilja hjálpa til við að koma rithöfundinum í sumarskap.

„Hjálpum Hallgrími. Sumarið er loksins komið og við gleðjumst öll yfir því. Einn og einn á þó erfitt með að brjótast út úr reiðinni og heiftinni. Hallgrímur Helgason rithöfundur okkar Íslendinga er því miður staddur þar. Ég vil biðja ykkur öll um hjálpa honum að komast í sumarskap og skilja eftir vetrarþungan,“ skrifar Eggert. Og birtir fyrir neðan brot úr grein sem Hallgrímur ...  „skrifaði um mig á einhverjum vefmiðli í dag.“

„Faglegi ritstjórinn góði er látinn fara og ráðinn inn Eggert nokkur Skúlason, ríkisstjórnarflokkshestur af lummulegasta tagi, einn uppþembdur ignoramus af íslenska skólanum, sem þegar í stað verður nægilega mikill brandari á ritstjórastóli til að enginn blaðamaður með sjálfsvirðingu getur setið eftir. Hægri rasskinn forsætisráðherrans er sest í ritstjórnarstól blaðsins...“

„Hjálpum Hallgrími að njóta sumarsins. Hvert like við þessa færslu er ígildi hlýrra strauma til reiða rithöfundarins. Hallgrímur brostu með okkur,“ bætir svo Eggert við í lokin.

Vefmiðillinn sem Eggert getur ekki fengið sig til að nefna er Stundin, og grein Hallgríms, sem Eggerti sárnar svo mjög er hér og heitir „Morðið á DV“.

Það stefnir í talsvert fjör á Facebookvegg Eggerts og þegar hafa ýmsir lagt orð í belg, svo sem Össur Skarphéðinsson alþingismaður, sem sjaldan lætur gott partí fram hjá sér fara. Hann svarar Sigurði Boga Sævarssyni, blaðamanni Moggans, sem talar um að svona komment og svona afferur kalli hann gjarnan Samkvæmisleiki Samfylkingarfólks. „Mér finnst sniðugt, Sigurður Bogi Sævarsson, hjá Eggerti að fara í svona sumarleik en ég hef aldrei talið hann endilega með Samfó. Kanski er DV bara Samfó-blað?“

Hjálpum Hallgrími Sumarið er loksins komið og við gleðjumst öll yfir því. Einn og einn á þó erfitt með að brjótast út ...

Posted by Eggert Skúlason on 2. júlí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×