Fótbolti

Hallbera og félagar gerðu Söru og Þóru vænan greiða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hallbera og félagar hafa verið á uppleið eftir heldur dapra byrjun á keppnistímabilinu.
Hallbera og félagar hafa verið á uppleið eftir heldur dapra byrjun á keppnistímabilinu. Mynd/Daníel
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Piteå þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Lið Tyresö er skipað sterkum leikmönnum úr öllum áttum en líklega er engin betri en hin brasilíska Marta. Henni tókst þó ekki að finna leiðina í markið í dag.

Tyresö varð því af tveimur stigum í toppbaráttunni gegn LdB Malmö. Lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur hefur nú þriggja stiga forskot auk þess að eiga leik á morgun gegn Jitex til góða.

Sara Björk var afar ánægð með Hallberu og félaga líkt og sjá má að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×