Fótbolti

Hallbera: Landsliðsþjálfarinn segir mér ekki hvar ég á að spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur brugðist við orðum fyrrum landsliðsþjálfarans, Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem var í áhugaverðu viðtali í Fréttatímanum.

Þar sakar Sigurður Ragnar eftirmann sinn, Frey Alexandersson, um að tala niður kínversku deildina, þar sem Sigurður Ragnar þjálfar, og segir þjálfarann vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína hafi það áhrif á val hans í landsliðið.





Sigurður Ragnar hafði áhuga á tveimur íslenskum landsliðskonum, Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur, en þær höfnuðu báðar tækifærinu að spila í Kína.

Hallbera svaraði fyrir sig á Twitter í morgun þar sem hún tók skýrt fram að landsliðsþjálfarinn segði henni ekki hvar hún ætti að spila. Þess utan væri hún ánægð í Svíþjóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×