Skoðun

Hallarekstur Dvalarheimilisins Höfða liðlega 545 milljónir

Jón Pálmi Pálsson skrifar
Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2014 hafa nýverið verið afgreiddir til bæjarstjórnar Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu.  Ánægjulegt er að rekstrarniðurstaða samstæðuársreiknings sýnir um 146 m.kr. hagnað af rekstri sem er um 100 m.kr. umfram áætlun.  Skuldahlutfall kaupstaðarins er 126 og lækkaði örlítið á milli ára, en skv lögum ber að halda því hlutfalli undir viðmiðinu 150.

Það sem vekur hinsvegar athygli lestur ársreikningsins er hinn mikli taprekstur hjá Dvalarheimilinu Höfða á árinu 2014, eða 146,1 m.kr.  Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að á árinu 2014 og undanfarin ár hefur verið stórfelldur hallarekstur á heimilinu og það sem meira er að einnig er reiknað með stórfelldum hallarekstri á árinu 2015 (sjá töflu).

 

(Fjárh í þús kr.)

2015

2014

2013

2012

2011

Samtals

 Áætlun

     
Tap skv ársreikningi/áætlun

85.477

146.108

125.319

97.155

91.356

545.415

Uppreiknað tap mv. vísitölu

85.477

147.947

129.479

104.271

103.135

570.309

 

Samkvæmt ofangreindri töflu stefnir í að taprekstur dvalarheimilisins verði  liðlega 545 milljónir ef áætlaður halli ársins 2015 er tekinn með í reikninginn, og ef þessar tölur eru framreiknaðar með meðalvísitölu hvers rekstrarárs fyrir sig fram til ársins í ár er hallinn orðinn 570 milljónir.  Skuldir Höfða umfram eignir voru um síðustu áramót 522 milljónir króna.

Dvalarheimilið Höfði,  sem er í eigu Akraneskaupstaðar sem nemur 9/10 hluta og Hvalfjarðarsveitar sem nemur 1/10 hluta,  hefur í mörg ár verið myndarlega rekið og íbúar þess hlotið frábæra þjónustu og svo viljum við að sjálfsögðu að verði áfram.

En er það verjandi að skattfé borgarana sé varið til að reka þessa stofnun með gríðarlegum hallarekstri ár eftir ár? og það án þess að sjáanlegt sé hjá sveitarstjórnum að gripið sé til ráðstafana til að minnka þennan halla?  Ekki geta sveitarfélögin nýtt þá fjármuni sem í hallareksturinn fer á hverjum tíma til að efla annað starf í sveitarfélögunum, t.d. skóla- og íþróttastarf, viðhald mannvirkja eða opinna svæða, framkvæmdir nú eða bara hreinlega að greiða niður skuldir.

Í nokkuð langan tíma hefur legið fyrir að sveitarfélögin telja að daggjöldin sem ríkið greiðir með hverjum vistmanni dvalar- og hjúkrunarheimila nægi ekki fyrir útgjöldum.  Það er vissulega rétt, en ekki virðist ríkið flýta sér að hækka eða leiðrétta greiðslurnar til dvalarheimilanna og á meðan ekki fæst leiðrétting þar á hleðst upp taprekstur eins og að framan greinir, og alls óvíst að nokkuð fáist endurgreitt frá ríkinu né hversu mikið.

Skylda bæjarfulltrúa er engu að síður að gera sitt til að reksturinn verði hagkvæmari og ná þeirri hagræðingu sem hægt er með það að megin markmiði að þjónustan verði sem hagkvæmust og að þjónustan við heimilismenn á hverjum tíma sé eins góð og framast er unnt fyrir þá fjármundi sem til skiptana er á hverjum tíma, enda reksturinn alfarið á ábyrgð Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.

Ég tel rétt og skylt að benda sveitarstjórnunum á nokkra hagræðingarmöguleika í rekstrinum, sem án efa í mínum huga eru til sparnaðar og það án þess að skerða gæði þeirrar þjónustu sem rekin er á Dvalarheimilinu Höfða eða hjá Akraneskaupstað:

  • Bókhald og fjárreiður sameinaðar skrifstofuhaldi Akraneskaupstaðar.
  • Umsýsla fasteigna og viðhald verði falið starfsmönnum skipulags- og umhverissviðs Akraneskaupstaðar sem annast og rekur aðrar eignir kaupstaðarins.
  • Yfirstjórn heimilisins felld undir stjórn velferðar- og mannréttindarsviðs Akraneskaupstaðar.
  • Sameina undir einum hatti rekstur eldhúss Höfða og Akraneskaupstaðar, en Akranesskaupstaður rekur í dag 4 eldhús í leikskólum og 2 í grunnskólum bæjarins.
Akranesi 22. apríl 2014.

Jón Pálmi Pálsson,

rekstrarfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×