Innlent

Hallar verulega á karla í HA

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Flestar umsóknir bárust um nám í hjúkrunarfæði eða alls 230.
Flestar umsóknir bárust um nám í hjúkrunarfæði eða alls 230. Fréttablaðið/Pjetur
Mjög hallar á karlmenn sem stunda nám við Háskólann á Akureyri þar sem 78 prósent nemenda á síðasta misseri voru konur en aðeins 22 prósent karlmenn.

HA hyggst rýna nánar í þessa kynjaskiptingu og leitar nú úrræða til að jafna hlutföllin. Taka eigi þátt í rannsóknarverkefnum með styrk úr Jafnréttissjóði.

Alls sóttu 1.203 um skólavist við HA fyrir næsta misseri. Upplýsingafulltrúi skólans segir ekki marktækt að svo stöddu að ræða kynjahlutföllin í umsóknum til skólavistar þar sem það endurspegli ekki endilega endanlegt kynjahlutfall enda muni margir ekki skila sér í háskólann.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×