Innlent

Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum

Atli ísleifsson skrifar
Hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi.
Hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi. Vísir/Anton
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og er hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálka eða hálkublettir séu á flestum vegum á Vesturlandi. Snjóþekja og hálka sé á vegum á Vestfjörðum og sums staðar lítilsháttar skafrenningur. Þungfært er á Ennisháls.

„Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og á köflum él eða skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Víkurskarði, Grenivíkurvegi og Ljósavatnsskarði. Ófært er á Hólasandi.

Á Austurlandi er víða nokkur hálka en flestir vegir vel færir þó er snjóþekja og skafrenningur á Fagradal. Þæfingsfærð og skafrenningur á Möðrudalsöræfum. Frá Eskifirði suður á Höfn er ýmist autt eða aðeins í hálkublettum en síðan er hálka með suðausturströndinni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×