MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 14:30

Gođsagnir Liverpool í ísbađi | Myndband

SPORT

Hálkublettir á Hellisheiđi og í Ţrengslum

 
Innlent
23:00 30. JANÚAR 2016
Hálka eđa hálkublettir víđa á Suđurlandi.
Hálka eđa hálkublettir víđa á Suđurlandi. VÍSIR/ANTON

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og er hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálka eða hálkublettir séu á flestum vegum á Vesturlandi. Snjóþekja og hálka sé á vegum á Vestfjörðum og sums staðar lítilsháttar skafrenningur. Þungfært er á Ennisháls.

„Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og á köflum él eða skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Víkurskarði, Grenivíkurvegi og Ljósavatnsskarði. Ófært er á Hólasandi.

Á Austurlandi er víða nokkur hálka en flestir vegir vel færir þó er snjóþekja og skafrenningur á Fagradal. Þæfingsfærð og skafrenningur á Möðrudalsöræfum. Frá Eskifirði suður á Höfn er ýmist autt eða aðeins í hálkublettum en síðan er hálka með suðausturströndinni,“ segir í tilkynningunni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hálkublettir á Hellisheiđi og í Ţrengslum
Fara efst