Innlent

Hálka og hálkublettir um land allt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálka og hálkublettir eru í öllum landshlutum.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálka og hálkublettir eru í öllum landshlutum. Vísir/Valli
Nú er um að gera að fara varlega á vegum landsins en í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálka og hálkublettir eru í öllum landshlutum.

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.  Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálka og hálkublettir á flestum leiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vestfjörðum. Varað er við flughálku á Hálfdán og Mikladal en þar er unnið að hálkuvörnum.

Á Norðurlandi vestra er greiðfært. Þó eru hálka eða hálkublettir í Húnavatnssýslum og á Vatnsskarði en á Norðurlandi eystra eru hálkublettir inn til landsins. Greiðfært er með ströndinni.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði en hálkublettir á Öxi. Annars er að mestu greiðfært. Einnig er hálka að mestu með suðurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×