Innlent

Hálka á Hellisheiði og Holtavörðuheiði

Atli Ísleifsson skrifar
Af Holtavörðuheiði.
Af Holtavörðuheiði. Vísir/GVA
Hálka er Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum og einhver éljagangur.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálka og hálkublettir séu við ströndina og í uppsveitum á Suðurlandi.

„Hálkublettir eru einnig við Hafnarfjall og í Borgarfirði og hálka er á Holtavörðuheiði, Vatnaleið og Fróðárheiði en hálkublettir á Bröttubrekku sem og á einhverjum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálka, krapi og éljagangur eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Fagradal sem og á Oddsskarði,“ segir í tilkynningunni.

Hvalfjarðargöng verða áfram lokuð næstu tvær nætur vegna árlegra haustverka við þrif og viðhald. Lokað verður frá miðnætti til klukkan sex að morgni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×