Viðskipti erlent

Hálfur milljarður notar Instagram

Sæunn Gísladóttir skrifar
Notkun frægra einstaklinga, eins og Justin Bieber, á Instagram hefur ýtt undir vinsældir samfélagsmiðilsins.
Notkun frægra einstaklinga, eins og Justin Bieber, á Instagram hefur ýtt undir vinsældir samfélagsmiðilsins. Vísir/Getty
Samfélagsmiðillinn Instagram er nú kominn með hálfan milljarð notenda samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Yfir 300 milljónir manna nota Instagram daglega. BBC greinir frá þessu.

Fyrirtækið var keypt af Facebook árið 2012 fyrir milljarð dollara, jafnvirði íslenskra króna á núverandi gengi, og hefur vaxið ört síðan þá.

Á hverjum degi eru að meðaltali 95 milljón nýrra mynda og myndbanda hlaðið inn á miðilinn daglega. Instagram er nú orðið mun vinsælla, mælt í notendafjölda, en Twitter, meðal annars vegna notkunar frægra einstaklinga á miðlinum. 

Stærsti samkeppnisaðili Instagram, Snapchat, er búinn að rjúfa 100 milljón notenda múrinn. 

Instagram var stofnað árið 2010 og náðu 25 þúsund manns í smáforritið á fyrsta degi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×