Innlent

Hálftími á hálfa milljón

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Kjartan Valgarðsson er formaður innkauparáðs.
Kjartan Valgarðsson er formaður innkauparáðs.
Fundur innkauparáðs Reykjavíkurborgar fór fram á föstudaginn og stóð hann í 34 mínútur. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, Börkur Gunnarsson, Magnea Guðmundsdóttir og Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi.

Stuttur fundartími nefndarinnar hefur áður verið umfjöllunarefni en óbreyttir meðlimir innkauparáðsins fá 14 prósent af þingfararkaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Kjartan, sem er formaður innkauparáðs, hefur þannig fengið yfir tvær milljónir króna í þóknun fyrir árið.

Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjara­ráðs á þingfararkaupi fær óbreyttur ráðsmaður tæpar 107 þúsund krónur fyrir fundinn en formaðurinn tæpar 214 þúsund. Þessi rúmi hálftími kostaði borgina því 535 þúsund.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×