Erlent

Hálfs árs dómur fyrir að keyra bíl úr farþegasætinu

Atli Ísleifsson skrifar
Bílstjórinn ungi hugsaði málið líklegast ekki til enda þegar hann birti myndband af sjálfum sér á YouTube þar sem hann ók bíl sínum úr farþegasætinu.
Bílstjórinn ungi hugsaði málið líklegast ekki til enda þegar hann birti myndband af sjálfum sér á YouTube þar sem hann ók bíl sínum úr farþegasætinu. Vísir/Getty
Dómstóll á Spáni hefur dæmt tvítugan Frakka í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bíl á hraðbraut úr farþegasætinu.

Bílstjórinn tók upp athæfið og birti á YouTube sem gerði það að verkum að lögregla var ekki lengi að hafa uppi á manninum.

Maðurinn, sem fæddist á Spáni en er franskur ríkisborgari, var fundinn sekur um gáleysislegan akstur á hraðbraut nærri Barcelona. Missir hann einnig ökuskírteinið í eitt ár.

Í frétt Local segir að lögregla á Spáni hafi beðið um aðstoð almennings við að hafa uppi á manninum í tísti, eftir að hann birti myndbandið á YouTube. Gaf hann sig fram stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×