Lífið

Hálfleikssýning Super Bowl er enginn staður fyrir gamla menn

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars farið yfir hálfleikssýningu Super Bowl og hvernig hún hefur breyst í gegnum tíðina.

Obama nýtur lífsins á sólarströnd á meðan Melissa McCarthy gerir stólpagrín að upplýsinga fulltrúa nýja Bandaríkjaforsetans. Hera Hilmarsdóttir virðist vera á barmi heimsfrægðar og þátturinn Steypustöðin vekur vægast sagt mikla kátínu hjá öðrum þáttarstjórnandanum.

Huldu til halds og trausts er Tryggvi Páll Tryggason blaðamaður og fá þau til sín NFL sérfræðing Íslands, Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamann til að fara yfir hina goðsagnakenndu háflfleikssýningu Super Bowl.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á tólfta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×