Innlent

Hálf milljón í sekt fyrir leyfislausa ferðaþjónustu

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Ferðaþjónusta mannsins bauð upp á ferðir sem tóku allt að ellefu daga. Myndin sýnir ferðamenn á flakki sem tengjast umræddri ferðaskrifstofu eigi.
Ferðaþjónusta mannsins bauð upp á ferðir sem tóku allt að ellefu daga. Myndin sýnir ferðamenn á flakki sem tengjast umræddri ferðaskrifstofu eigi. vísir/pjetur
Karlmaður á sjötugsaldri var fyrir helgi dæmdur til að greiða hálfa milljón í sekt til ríkissjóðs fyrir að starfrækja ferðaþjónustu án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Greiði maðurinn ekki sektina bíður hans 28 daga fangelsi.

Fyrirtæki mannsins býður upp á ferðir vítt og breitt um landið. Frá dagsferðum og upp í ellefu daga langar ferðir. Það hafi hlotið rekstrarleyfi árið 2003 en það hafi aldrei verið endurnýjað. Hann hefði ekki haft leyfi og hefði ekki í hyggju að sækja um slíkt. Eigandi fyrirtækisins játaði háttsemi sína en taldi sig ekki hafa gert neitt ólöglegt.

Eigandi ferðaþjónustunnar sagði að hann hefði rekið fyrirtæki sitt til ársins 2011 í gegnum dótturfyrirtæki í Sviss en frá þeim tíma hefði starfsemi félagsins verið í samræmi við ákvæði þjónustutilskipunar ESB. Þá taldi hann, en maðurinn flutti mál sitt sjálfur fyrir Hæstarétti, að leyfisskylda samkvæmt lögum um skipan ferðamála bryti gegn atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Því var hafnað af dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×