Innlent

Hálf milljón frá Minjastofnun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mynd/Guðmundur Pálsson
Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Hveragerðisbæ að húsfriðunarsjóður hafi ákveðið að styrkja steypuviðgerðir á ytra borði sundlaugarinnar Laugaskarði um hálfa milljón króna.

Sundlaugin í Laugaskarði þykir ein sú fegursta á Íslandi. Laugin er byggð í sjálfboðavinnu árið 1938. Hún var lengd í fimmtíu metra 1940 og var lengi vel stærsta sundlaug landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×