Innlent

Hálendisvaktin farin til fjalla

Ingvar Haraldsson skrifar
Þessi drengur var alsæll þegar hann fékk að setjast á fjórhjól björgunarsveitarmanna á Olís í Norðlingaholti í gær. Björgunarsveitarmenn kynntu starfsemi sína samhliða því að hálendisvaktin hélt af stað.
Þessi drengur var alsæll þegar hann fékk að setjast á fjórhjól björgunarsveitarmanna á Olís í Norðlingaholti í gær. Björgunarsveitarmenn kynntu starfsemi sína samhliða því að hálendisvaktin hélt af stað. vísir/andri marinó
Hálendisvakt björgunarsveitanna hélt upp á hálendið í tíunda sinn í gær. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að vera til staðar ef eitthvað á bjátar ef eitthvað á bjátar hjá ferðalöngum á hálendinu,“ segir Smári Sigurðsson nýkjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Smári segir að verkefni hálendisvaktarinnar hafi margfaldast á síðustu árum samhliða fjölgun ferðamanna. Alls koma hátt í 200 sjálfboðaliðar að hálendisvaktinni sem verður með aðstöðu við Landmannalaugar, í Dreka við Ösku og Nýjadal þegar Sprengisandur opnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×