Handbolti

Hákon Daði áfram hjá Haukum næstu þrjú árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Daði hefur skorað 60 mörk í úrslitakeppninni.
Hákon Daði hefur skorað 60 mörk í úrslitakeppninni. vísir/ernir
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hákon Daði kom til Hauka á láni frá ÍBV í janúar en nú er ljóst að hann verður í herbúðum Íslandsmeistaranna næstu þrjú árin.

Hákon Daði fór mikinn gegn sínum gömlu liðsfélögum í undanúrslitum Olís-deildarinnar en hann skoraði samtals 41 mark í fjórum leikjum þegar Haukar slógu ÍBV úr leik.

Sjá einnig: Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað

Hákon Daði hefur alls skorað 60 mörk í úrslitakeppninni í ár og er markahæsti leikmaður hennar ásamt Theodóri Sigurbjörnssyni, leikmanni ÍBV.

Hákon Daði hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. hluti af íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í fyrra.

Haukar mæta Aftureldingu í úrslitum Olís-deildarinnar annað árið í röð en fyrsti leikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×