Handbolti

Hákon Daði: Þetta var leiðindamál

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hákon Daði Styrmisson, hornarmaður Hauka, reyndist himnasending fyrir Hauka á tímabilinu, en hann gekk í raðir Hauka frá ÍBV fyrr á tímabilinu.

Hákon var lagður í einelti í Eyjum og fór frá félaginu, en hann stendur uppi sem Íslandsmeistari og einn besti maður úrslitakeppninnar.

„Ég breyti aðeins um rútínuna mína og kem lífinu mínu aftur á hreint. Ég skipulegg mig aðeins betur og það er að skila þessum árangri núna," sagði Hákon Daði í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir sigurinn í gær.

„Þetta var að sjálfsögðu erfitt. Þetta var leiðindismál og allt það, en það er bara að halda áfram," en hverju þakkar Hákon þennan magnaða árangur undanfarnar vikur?

„Ég þakka stuðningnum frá fjölskyldunni, kærustunni minni og öllum þeim í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði. Þetta er æðislegt," sagði hornamaðurinn magnaði, en fleiri fréttir af málinu má lesa hér neðar.

Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan, en ítarlegt viðtal verður við Hákon Daða í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Hákon Daði: Meira og minna allt inni hjá mér

Hákon Daði Styrmisson var mikill happafengur fyrir Hauka. Hann kom óvænt til félagsins frá ÍBV í janúar og fór á kostum í undanúrslitaeinvíginu gegn sínu gamla liði. Hann toppaði það svo með tíu mörkum í kvöld eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í síðasta leik.

Hákon Daði: Erfiðustu leikir sem ég hef spilað

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×