Erlent

Hakkari fær átján mánaða dóm fyrir að stela nektarmyndum fræga fólksins

Atli Ísleifsson skrifar
Jennifer Lawrence var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á Collins.
Jennifer Lawrence var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á Collins. Vísir/AFP
Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur dæmt 36 ára karlmann, Ryan Collins, í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið þúsundir mynda, meðal annars nektarmyndum, úr einkasafni rúmlega hundrað manna.

Á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Collins voru leikkonurnar Jennifer Lawrence og Aubrey Plaza og söngkonurnar Rihanna og Avril Lavigne.

Í frétt Guardian kemur fram að Collins hafi verið tveimur árum við að safna saman notendanöfnum og lykilorðum fólksins.

Með því að senda þeim platpósta í nafni Google og Apple tókst honum að komast yfir aðgang að rúmlega fimmtíu Apple iCloud reikningum og 72 Gmail-reikningum.

Myndirnar voru birtar á netinu árið 2014 og vakti málið gríðarlega athygli þar sem gagnrýni beindist meðal annars að Apple fyrir að tryggja ekki öryggi persónuupplýsinga í iCloud með fullnægjandi hætti.


Tengdar fréttir

Apple herðir öryggi

Með því vill fyrirtækið draga úr því að fólk verði fyrir barðinu á óprúttnum aðilum, sem steli myndum og gögnum frá notendum snjalltækja sinna.

FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn

Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×