Lífið

Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump var eitt sinn í heimsókn hjá Stephen Colbert.
Donald Trump var eitt sinn í heimsókn hjá Stephen Colbert. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn.

Athygli vakti að þar sagðist hann ekki sjá neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum.

Í gær las hann upp yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa mismælt sig. Hann hefði ætlað að segja að hann sæi ekki neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu „ekki“ að hafa haft afskipti af kosningunum.

Yfirlýsing Trumps var að sjálfsögðu tekin fyrir hjá öllum helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna og óhætt er að segja að þeir gefi afar lítið fyrir útskýringar forsetans.

Brot af því besta má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

„Skítseyðin“ svara ummælum Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, eyddi hluta af ræðu sem hann hélt á mánudaginn til þess að hnýta í spjallþáttastjórnendur þar ytra. Þeir hafa nú svarað fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×