Erlent

Hákarl reyndi að brjóta sér leið inn til ferðamanna í búri

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hákarlinn reyndi að bíta í sundur rimlana.
Hákarlinn reyndi að bíta í sundur rimlana.
Ótrúlegt myndband af hákarlaárás í Suður-Afríku hefur vakið mikla athygli í vikunni. Í myndbandinu sést hvar hákarl ræðst að ferðamönnum í búri nú á þriðjudag. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Tvær ungar konur voru í búrinu. Þær höfðu ákveðið að synda með hákörlum í ferðalagi um Suður-Afríku en hafa kannski ekki áttað sig fyllilega á því hvað fælist í því. Einn hákarlanna virðist hafa verið óánægður með beituna sem dýrunum var gefin svo hann réðst að búrinu. Hákarlinn beit með tönnunum um rimla og stólpa búrsins og heyra má öskrin í annarri konunni. Hákarlinn er hvítháfur en tegundin er stærstur svokallaðra ránhákarla. Hann getur orðið rúmir 6 metrar á lengd og vegið allt að 2 tonn.

Konan sem tók myndbandið heitir Hillary Rae og segir hún að búrið hafi látið á sjá eftir árásina. Hún sagði þetta hafa verið ansi mikla lífsreynslu og að hákarlinn hafi jafnvel verið nærri en hann virðist í myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×